Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 07. september 2019 16:41
Kristófer Jónsson
Sjáðu markið: Fyrsta mark Kolbeins í mótsleik í þrjú ár
Icelandair
Kolbeinn er búinn að koma Íslandi yfir.
Kolbeinn er búinn að koma Íslandi yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Moldóva eigast við þessa stundina á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins 2020. Ísland leiðir leikinn 1-0 eftir mark frá Kolbeini Sigþórssyni á 31.mínútu.

Smelltu hér til að sjá markið.

„MAAAAAAAAAARK! Dömur mínar og herrar, Kolbeinn Sigþórsson! Boltinn berst á Jón Daða inní vítateig sem er með tvo Moldóva í bakinu, Jón Daði gerir frábærlega og finnur Kolbein með stuttri hælsendingu, Kolbeinn er einn á auðum sjó og setur boltann hnitmiðað í vinstra hornið. Framherjaparið á þetta mark skuldlaust!" skrifaði Arnar Helgi Magnússon í beinni textalýsingu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Þetta er fyrsta mark Kolbeins fyrir íslenska landsliðið í mótsleik síðan 3. júlí 2016 en þá skoraði hann gegn Frökkum á Evrópumótinu. Hann skoraði síðast landsliðsmark gegn Katar í vináttulandsleik á síðasta ári.

Kolbeinn hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár en hann hefur unnið sæti sitt aftur í landsliðinu. Kolbeinn spilar með AIK í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner