Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 07. september 2019 19:17
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði: Nostalgía að vera mættur með Kolbeini
Icelandair
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik í framlínu íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið sigraði Moldóvu, 3-0.

Jón Daði skoraði mark í leiknum og lagði upp annað.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Það var rosalega mikilvægt að ná þessu fyrsta marki. Það tók langan tíma að fá tilfinninguna fyrir þeim. Við vissum mjög lítið um þá ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Síðan náum við að byggja okkur inn í leikinn og eftir það var þetta okkar leikur," sagði Jón Daði.

Það minnti óneitanlega svolítið á EM 2016 að sjá Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson saman í framlínunni í kvöld.

„Það var frábært að fá Kolla með sér aftur. Þetta var smá nostalgíumóment ef að ég á að segja alveg eins og er. Hann er mjög 'fit'. Við vitum öll hvað Kolli getur, hann átti mjög góðan dag í dag og þá er erfitt að stöðva hann."

Það var reykistefna hvort að Jón Daði hafi skorað þriðja mark Íslands eða hvort að það hafi verið skorað af leikmanni Moldóvu. Fyrst var það skráð sem sjálfsmark en síðan var því breytt.

„Þetta er mitt mark. Þetta gerðist svo hratt og ég var mjög ringlaður. Ég man að hann snerti mig í síðuna áður en hann fór inn. Þetta er 100% mitt mark."

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner