Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 07. september 2019 19:17
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði: Nostalgía að vera mættur með Kolbeini
Icelandair
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik í framlínu íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið sigraði Moldóvu, 3-0.

Jón Daði skoraði mark í leiknum og lagði upp annað.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Það var rosalega mikilvægt að ná þessu fyrsta marki. Það tók langan tíma að fá tilfinninguna fyrir þeim. Við vissum mjög lítið um þá ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Síðan náum við að byggja okkur inn í leikinn og eftir það var þetta okkar leikur," sagði Jón Daði.

Það minnti óneitanlega svolítið á EM 2016 að sjá Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson saman í framlínunni í kvöld.

„Það var frábært að fá Kolla með sér aftur. Þetta var smá nostalgíumóment ef að ég á að segja alveg eins og er. Hann er mjög 'fit'. Við vitum öll hvað Kolli getur, hann átti mjög góðan dag í dag og þá er erfitt að stöðva hann."

Það var reykistefna hvort að Jón Daði hafi skorað þriðja mark Íslands eða hvort að það hafi verið skorað af leikmanni Moldóvu. Fyrst var það skráð sem sjálfsmark en síðan var því breytt.

„Þetta er mitt mark. Þetta gerðist svo hratt og ég var mjög ringlaður. Ég man að hann snerti mig í síðuna áður en hann fór inn. Þetta er 100% mitt mark."

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner