Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 07. september 2019 19:17
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði: Nostalgía að vera mættur með Kolbeini
Icelandair
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Jón Daði og Kolbeinn fagna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik í framlínu íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið sigraði Moldóvu, 3-0.

Jón Daði skoraði mark í leiknum og lagði upp annað.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Það var rosalega mikilvægt að ná þessu fyrsta marki. Það tók langan tíma að fá tilfinninguna fyrir þeim. Við vissum mjög lítið um þá ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Síðan náum við að byggja okkur inn í leikinn og eftir það var þetta okkar leikur," sagði Jón Daði.

Það minnti óneitanlega svolítið á EM 2016 að sjá Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson saman í framlínunni í kvöld.

„Það var frábært að fá Kolla með sér aftur. Þetta var smá nostalgíumóment ef að ég á að segja alveg eins og er. Hann er mjög 'fit'. Við vitum öll hvað Kolli getur, hann átti mjög góðan dag í dag og þá er erfitt að stöðva hann."

Það var reykistefna hvort að Jón Daði hafi skorað þriðja mark Íslands eða hvort að það hafi verið skorað af leikmanni Moldóvu. Fyrst var það skráð sem sjálfsmark en síðan var því breytt.

„Þetta er mitt mark. Þetta gerðist svo hratt og ég var mjög ringlaður. Ég man að hann snerti mig í síðuna áður en hann fór inn. Þetta er 100% mitt mark."

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner