Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   lau 07. september 2024 20:15
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Kvenaboltinn
<b>Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.</b>
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skrítin tilfinning, mér fannst við vera frábær en við augljóslega töpuðum leiknum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Sporting er besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari og þær hreyfðu boltann mjög vel. Við vorum góðar varnalega séð og það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang og hafa þessa trú með boltann þá sérstaklega. Í seinni hálfleik hreyfðum við okkur, fundum okkur pláss og sköpuðum okkur færi, en við gátum ekki skorað mark,''

Í lok seinni hálfleiks brýtur Hannah á Samantha þegar hún var kominn langt frá markinu sínu. Í staðinn fyrir að spjalla við línuvörðin, fer Deborah beint í vasan sinn og gefur Hannah gult spjald. 

„Leikurinn breytist þegar dómarinn sendir ekki markvörðin útaf fyrir að taka niður okkar fremsta leikmann. Þau hefðu þá verið komin niður í tíu manns þegar við erum að tapa með einu marki, það hefði verið góður möguleiki fyrir okkur að komast í framlengingu. Dómarin vildi meina að það voru tveir aðrir varnamenn sem voru þarna, en hún var mjög fljót með þessa ákvörðun ánn þess að tala við neinn,''

„Þetta eru ellefu hágæða leikmenn sem maður er að spila á móti með þrettán manns á bekknum sem geta verið skipt inná. Þetta var alvöru áskorun. Þetta er vonandi ekki seinasta áskorun sem ég fæ að lenda í með þessum klúbbi,''

Nik var í heildinni mjög ánægður með frammistöðu sína leikmenn í dag þrátt fyrir tap.

„Stelpurnar voru frábærar, við þurfum bara að halda áfram með þessar frammistöður fyrir seinustu fjóra leiki og vinna deildinna.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner