Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 07. september 2024 20:15
Brynjar Óli Ágústsson
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Kvenaboltinn
<b>Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.</b>
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Skrítin tilfinning, mér fannst við vera frábær en við augljóslega töpuðum leiknum,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 0-2 tap gegn Sporting Lisbon í forkeppni Meistaradeild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Sporting

„Sporting er besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari og þær hreyfðu boltann mjög vel. Við vorum góðar varnalega séð og það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang og hafa þessa trú með boltann þá sérstaklega. Í seinni hálfleik hreyfðum við okkur, fundum okkur pláss og sköpuðum okkur færi, en við gátum ekki skorað mark,''

Í lok seinni hálfleiks brýtur Hannah á Samantha þegar hún var kominn langt frá markinu sínu. Í staðinn fyrir að spjalla við línuvörðin, fer Deborah beint í vasan sinn og gefur Hannah gult spjald. 

„Leikurinn breytist þegar dómarinn sendir ekki markvörðin útaf fyrir að taka niður okkar fremsta leikmann. Þau hefðu þá verið komin niður í tíu manns þegar við erum að tapa með einu marki, það hefði verið góður möguleiki fyrir okkur að komast í framlengingu. Dómarin vildi meina að það voru tveir aðrir varnamenn sem voru þarna, en hún var mjög fljót með þessa ákvörðun ánn þess að tala við neinn,''

„Þetta eru ellefu hágæða leikmenn sem maður er að spila á móti með þrettán manns á bekknum sem geta verið skipt inná. Þetta var alvöru áskorun. Þetta er vonandi ekki seinasta áskorun sem ég fæ að lenda í með þessum klúbbi,''

Nik var í heildinni mjög ánægður með frammistöðu sína leikmenn í dag þrátt fyrir tap.

„Stelpurnar voru frábærar, við þurfum bara að halda áfram með þessar frammistöður fyrir seinustu fjóra leiki og vinna deildinna.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan


Athugasemdir
banner