mán 07. október 2013 09:00
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Óvissuferð
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að ÍBV en Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði Eyjamanna ritaði nokkur orð um sumarið þeirra.



Jæja þá er komið að því að gera upp sumarið 2013.
Já.. við fórum í þetta mót sem algjört spurningarmerki og það vissi í rauninni enginn hvernig okkur ætti eftir að ganga, flestir eða bara nánast allir úr byrjunarliðinu farnir frá síðasta tímabili en það komu nokkrir strákar í staðinn sem þurftu bara að stíga upp sem og þeir gerðu.

Við byrjuðum þetta mót af krafti og held að við höfum komið öllum nema kannski sjálfum okkur á óvart.

Menn voru allir vel peppaðir fyrir sumrinu, flottur mórall og menn bara klárir.
Hápunktur sumarsins er klárlega evrópukeppnin þar sem við mættum HB frá Færeyjum í fyrstu umferð heima í eyjum, komumst yfir og vorum í flottum málum og svo seint í leiknum jafna þeir og gjörsamlega slá okkur út af laginu en við héldum það út og leikurinn endaði 1-1.

Svo var komið til Færeyja, allir einbeittir á leikinn og tilbúnir í slaginn. Kannski eins og svo oft í sumar þá gekk okkur ekki að skora fyrr en á 90. mín fengum þá víti sem ENGINN vildi taka, allt í einu steig Herra Svíþjóð aka Topher Grace aka Arnar Bragi Bergsson á punktinn og skaut okkur í leikinn á móti Rauðu Stjörnunni í helvíti.

Þá var komið að því að fljúga til helvítis, búið að gera mikið úr leiknum þarna úti og biðu okkar fullt af blaðamönnum og ljósmyndurum. Okkur var svo keyrt upp á hótel með svaka lögreglufylgd og menn höfðu ekki hugmynd hvað Herra Svíþjóð hafði komið okkur út í.

Byrjuðum svo að æfa þarna.. rosa heitt og allt það en allir með hugann á leikinn.
Svo var komið að því leiknum fyrir fram 33.000 frábæra áhorfendur, byrjuðum í smá ströggli en unnum okkur hægt að rólega inn í leikinn, þeir komust í 1-0 snemma í leiknum en við héldum haus og héldum áfram að berjast. Svo kom að því að jeffsy skoraði mark en dómarinn vildi meina að boltinn hefði ekki farið inn. Svo enduðu þeir á einhverju marki og kláruðu þetta 2-0

Leikurinn í eyjum við þá vorum við mikið betri en eins og áður þá komum við ekki boltanum í netið, fengum svo víti á 85. mín sem Gunnar Már klikkaði(takk fyrir það Gunni) og þeir sigldu þessu bara heim.

Ætla ekki að fara yfir hvern einasta leik en það sem ég held að standi upp úr í Pepsi deildinni í sumar er leikurinn við FH á þjóðhátíðinni fyrir fram 3000 og eitthvað manns þó svo að úrslitin hafi ekki verið okkur hliðholl í þeim, þá var fáranlega gaman að spila þennan leik.

Þannig þetta sumar var frábært hérna hjá okkur í eyjum, frábært gengi í evrópukeppni, 8 liða úrslit í bikar og 6. sæti í deild. Ætla bara að þakka öllum eyjamönnum fyrir þetta sumar hvort sem þú varst með mér inni á vellinum eða upp í stúku þið voruð öll frábær!

Takk fyrir flott sumar aðrir leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn og til hamingju KR-ingar eruð vel að þessu komnir

ÁFRAM ÍBV

Sjá einnig:
Óvissuferð - ÍBV
Svarthvíta sumarið - Fylkir
Allt er gott sem endar vel - Þór
Skítugur sokkur - Keflavík
Sjálfsmarkaregn - Fram
Eftirminnilegt sumar á enda - Víkingur Ó.
Falllegt tímabil - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner