Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 07. október 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Sif Atla: Er að jafna mig eftir 90 gráðu setuna
Icelandair
Sif í leiknum gegn Ungverjalandi í ágúst.
Sif í leiknum gegn Ungverjalandi í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif hefur glímt við meiðsli að undanförnu en segist í viðtalinu vera nokkuð góð núna.
Sif hefur glímt við meiðsli að undanförnu en segist í viðtalinu vera nokkuð góð núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frá því í síðasta landsliðsverkefni hef ég verið að glíma við meiðsli aftan í læri og í ökkla en ég er bara fín núna," sagði varnarmaðurinn Sif Atladóttir við Fótbolta.net í gær.

Sif er komin til Liepaja í Lettlandi þar sem Ísland mætir heimakonum í undankeppni EM 2021 á morgun. Hún var í byrjunarliðinu í vináttuleiknum gegn Frökkum ytra á fimmtudaginn en eftir það tók við langt ferðalag hingað til Lettlands.

„Það var langt ferðalag í gær og ég er að jafna mig eftir 90 gráðu setuna allan daginn en ég er góð miðað við allt," sagði Sif.

Ísland tapaði leiknum gegn Frökkum 4 - 0 en hún segist vera nokkuð góð eftir leikinn.

„Þetta var eins og mjög erfið æfing, mikið af hlaupum en ég er frekar góð."

Franska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum. „Við vissum að þetta yrði erfitt verkefni. Frakkar eru að mínu mati eitt besta lið Evrópu í dag og ættu samkvæmt öllu að vera hærra á heimslistanum. Þær sýndu þá yfirburði í leiknum en það var gott fyrir okkur að máta okkur við þær. Við vitum hvað við þurfum að gera til að ná þessari hæð," sagði Sif.

Leikurinn við Letta verður væntanlega mjög frábrugðinn en er eitthvað í leiknum gegn Frökkum sem má taka með sér í hann?

„Já, við erum að reyna að þróa leik okkar áfram og að þora að spila. Ef við þorum að spila frá markmanni á móti Frökkum þá eigum við að geta spilað á móti hvaða liði sem er. Það er eitthvað sem við erum að þróa. Það gekk stundum upp og stundum ekki gegn Frökkunum en við verðum að gera okkar mistök til að finna réttar leiðir. Við tökum með okkur þolinmæði og að þora að halda í boltann í leikinn gegn Lettum," sagði Sif en má segja að við eigum að vera í hlutverki Frakka í leiknum á morgun?

„Já, ef þú skoðar heimslistann erum við stærra liðið en eins og flestir hafa áttað sig á er kvennaknattspyrnan að ýtast upp. Við erum sterkara liðið á pappírunum en við verðum að sýna þolinmæði. Í Slóveníu leiknum sýndum við að með góðri þolinmæði þarf bara eitt mark til að vinna. Lettarnir hafa sýnt að þetta er ekki gefinn leikur en við eigum að geta haldið í boltann og spilað honum eins og Frakkarnir gegn okkur. Við reynum að nýta það."

Leikið er í þriðja stærsta bæ Lettlands, Liepja sem er við vesturströndina. Sif lýst vel á bæinn.

„Þetta er bara frábært. Ég bjóst við að við værum úti í sveit svo þetta er skemmtileg tilbreyting. Frábær borg miðað við allt og huggulegt. Ég hlakka til að fara út að hlaupa," sagði hún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner