Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um stjórnarfund Manchester United sem fyrirhugaður er á morgun en þar verður staðan tekin eftir verstu byrjun liðsins í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Ekki er um neinn neyðarfund að ræða heldur löngu planaðan fund en Sir Jim Ratcliffe vill hitta stjórnendur félagsins mánaðarlega. Það má leiða líkur að því að staða Erik ten Hag verði ofarlega á blaði á fundinum, sem mun fara fram í London.
Ekki er um neinn neyðarfund að ræða heldur löngu planaðan fund en Sir Jim Ratcliffe vill hitta stjórnendur félagsins mánaðarlega. Það má leiða líkur að því að staða Erik ten Hag verði ofarlega á blaði á fundinum, sem mun fara fram í London.
Manchester Evening News telur að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við United ef Ten Hag verður látinn fara. Tuchel hefur áður verið orðaður við stjórastarfið á Old Trafford en hann er atvinnulaus eftir að hafa hætt hjá Bayern München eftir síðasta tímabil.
United hefur aðeins unnið þrjá af ellefu leikjum sínum á þessu tímabili og er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur skorað fimm mörk í sjö deildarleikjum en aðeins Southampton, sem er í nítjánda sæti, hefur skorað færri.
Dan Roan hjá BBC spurði Ratcliffe á föstudag hvort hann hefði enn trú á því að Ten Hag væri rétti maðurinn?
„Ég vil ekki svara þeirri spurningu. Ég kann vel við Erik. Ég tel að hann sé mjög góður þjálfari en að lokum er það ekki ég sem tek þessar ákvarðanir. Það er stjórnendahópurinn sem ákveður hvernig best er að reka liðið út frá ýmsum þáttum," segir Ratcliffe.
Hann er þar að tala um framkvæmdastjórann Omar Berrada og yfirmann fótboltamála Dan Ashworth.
Athugasemdir