Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cristovao tekur slaginn áfram með Víði í 2. deild
Mynd: Víðir
Miðjumaðurinn Cristovao Martins hefur skrifað undir nýjan samning við Víði í Garði.

Martins er 21 árs gamall og uppalinn í Víði en í sumar lék hann sinn 100. leik fyrir félagið.

Hann lék 21 leik og skoraði 1 mark er Víðir kom sér upp í 2. deild í sumar og hefur hann nú ákveðið að taka slaginn áfram með uppeldisfélaginu.

Einnig var hann í liðinu sem vann Fótbolta.net bikarinn svo eftirminnilega á síðasta ári og kom sér um leið í sögubækurnar en það var í fyrsta sinn sem keppt var í bikarnum.

Athugasemdir
banner