Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 07. desember 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benítez ósáttur með Digne? - Hugarfarið verður að vera rétt
Digne
Digne
Mynd: EPA
Það vakti athygli í gær þegar Lucas Digne var ekki í leikmannahópi Everton sem tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Digne hefur verið fyrsti kostur í vinstri bakvarðarstöðuna hjá Everton en Ben Godfrey leysti hana í gær.

Everton vann leikinn 2-1 og Rafa Benítez, stjóri Everton, tjáði sig um Digne eftir leik.

„Ég er á því að sem stjóri þá þarftu að taka ákvarðanir og þú verður að velja leikmenn í liðið," sagði Benítez.

„Ég ákvað að Ben Godfrey gæti verið góður kostur fyrir okkur í þessum leik. Hann stóð sig mjög vel og ég er mjög ánægður með það. Þannig er það og ekkert meira um það að segja."

„Aðalatriðið er að vera viss um að liðið sé að spila vel og hugarfarið sé rétt,"
sagði Benítez.

Sigurinn í gær var sá fyrsti í átta leikjum í deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace næsta sunnudag.
Enski boltinn - Lundúnarþema og baráttan um fimmta sætið
Athugasemdir
banner
banner