Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 07. desember 2022 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er gríðarlega ósáttur við frammistöðu Spánverja"
Spánn er úr leik.
Spánn er úr leik.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Spánar.
Luis Enrique, þjálfari Spánar.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki gott. Ég er gríðarlega ósáttur við frammistöðu Spánverja í þessum leik," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í HM hringborðinu í gær.

Spánverjar féllu úr leik á HM í gær er þeir töpuðu gegn Marokkó í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum.

„Sviðsmyndin var eins og búist var við fyrir leik. Þeir voru að senda og stýra spilinu en þeir gátu ekki fyrir sitt litla líf skapað sér færi," sagði Magnús. „Það verður líka að hrósa Marokkó hvernig þeir spiluðu varnarleikinn."

„Spánn er ekki með neinar sérstakar lausnir. Þeir vilja alltaf spila alveg eins," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins.

Þetta var virkilega hægt og slakt hjá liði Spánar.

Fótbolti sem mér langar ekki að sjá
Spánn heillaði í fyrsta leik gegn Kosta Ríka en það var ekki mikið meira en það. Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon gagnrýndi einnig leikstíl liðsins í HM-stofunni á RÚV í gærkvöldi, sagði hann leiðinlegan.

„Ég sagði það eftir leikinn gegn Kosta Ríka að ég væri ekki seldur þó þeir hafi unnið 7-0," sagði Hörður.

„Það er eins og þeir séu að spila Tiki Taka í hægri endursýningu. Þetta er fótbolti sem mér langar ekki að sjá; þar sem boltinn er færður frá A til B án þess að ekkert sé í gangi."

„Af hverju valdi Luis Enrique ekki Thiago Alcantara?"

Marokkó mætir Portúgal í átta-liða úrslitum mótsins.

HM hringborðið er í boði NETGÍRÓ
Jólareikningur Netgíró er kominn í loftið. Allt sem þú verslar með Netgíró í nóvember og desember geturu borgað í febrúar. Þú getur kynnt þér málið nánar á Netgíró.is.
HM hringborðið - Karnival í Katar og Spánn fær ekki að vera með
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner