Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fim 07. desember 2023 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Skelfileg mistök urðu Tottenham að falli
James Ward-Prowse fagnar marki sínu í kvöld
James Ward-Prowse fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tottenham 1 - 2 West Ham
1-0 Cristian Romero ('11 )
1-1 Jarrod Bowen ('52 )
1-2 James Ward-Prowse ('74 )


West Ham lagði Tottenham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en West Ham nýtti sér slæm mistök í vörn Tottenham.

Leikurinn fór fram á heimavelli Tottenham og heimamenn byrjuðu leikinn betur. Cristian Romero sá til þess að heimamenn voru með forystu í hálfleik þar sem hann skallaði hornspyrnu frá Pedro Porro í netið.

Jarrod Bowen jafnaði metin eftir að Mohammed Kudus átti skot fyrir utan vítateig sem fór af tveimur varnarmönnum Tottenham og boltinn barst til Bowen sem var kominn einn í gegn og skoraði af öryggi.

Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka átti Destiny Udogie slæma sendingu til baka á Guglielmo Vicario sem reyndi að kýla boltann frá en James Ward-Prowse komst í boltann.

Hann átti skot í stöng en fékk boltann aftur fyrir opnu marki og eftirleikurinn auðveldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner