Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 08. janúar 2020 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe verðmætasti leikmaður heims - 11 dýrustu eru sóknarmenn
Í gær birti CIES Football Observatory lista yfir þá leikmenn sem myndi þurfa að punga út hæstu fjárhæðunum til að lokka þá í burtu frá félaginu sem þeir leika með í dag.

Í efstu þremur sætunum eru þeir Kylian Mbappe, Raheem Sterling og Mo Salah. Alls eru 166 leikmenn í sterkustu fimm deildum heims metnir á meira en 50 milljónir evra.

Ellefu leikmennirnir sem taldir eru kosta mest eru sóknarmenn. Sá tólfti, miðjumaðurinn James Maddison, er talinn kosta rúmar 112 milljónir evra.

Mbapp er metinn á 265,2 milljónir evra, Sterling á 223,7 milljónir evra og Mo Salah á 175,1. Lionel Messi er í áttunda sæti listans og metinn á 125,5 milljónir evra.

Hinn 34 ára gamli Cristiano Ronaldo er metinn á 80,3 milljónir evra, 1,6 milljónum minna en Declan Rice, miðjumaður West Ham.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner