Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. janúar 2023 00:39
Ívan Guðjón Baldursson
Brjálaður Lopetegui: Þetta er ekki hægt - Aldrei rangstaða
Mynd: EPA

Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Wolves, var bálreiður eftir 2-2 jafntefli gegn Liverpool á Anfield.


Úlfarnir héldu að þeir hefðu gert mögulegt sigurmark á lokakaflanum en aðstoðardómarinn lyfti flagginu og dæmdi rangstöðu. Atvikið var skoðað aftur með VAR en teymið í VAR herberginu gat ekki komið með úrskurð vegna galla í myndavélakerfinu.

Lopetegui fór inn í dómaraherbergið ásamt Ruben Neves, fyrirliða, að leikslokum til að ræða við dómarateymið um málið. Hann var ekki einungis reiður yfir marki Úlfanna sem fékk ekki að standa heldur einnig markinu sem Mohamed Salah skoraði í upphafi síðari hálfleiks. Þar er Lopetegui ósammála rangstöðureglunum sem segja að sóknarmaður sé ekki í rangstöðu ef varnarmaður leikur boltanum.

„Við erum búnir að skoða þetta og þessi rangstaða er ekki til. Mér þykir það leitt. Þetta er röng ákvörðun. Ég geri mistök á hverjum degi og stundum gera dómarar líka mistök. Í dag höfum við aðstoð VAR og þetta er synd. Mér þykir það leitt en þetta er ekki rangstaða."

Salah var í rangstöðu þegar sendingin frá Cody Gakpo fór af stað en varnarmaðurinn Toti reyndi að skalla boltann burt til að bægja hættunni frá. Það gekk ekki betur en svo að boltinn barst til Salah, sem var ekki lengur rangstæður vegna þess að Toti lék boltanum viljandi.

„Þetta er svona í öllum deildum. Þetta er fáránleg regla sem dómarar þurfa að endurskoða.

„Það er synd að við höfum ekki komist beint áfram í næstu umferð. Strákarnir ættu það skilið."

Sjá einnig:
VAR komst ekki að niðurstöðu á Anfield
Enski bikarinn: Liverpool og Wolves mætast aftur




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner