Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. febrúar 2023 08:50
Elvar Geir Magnússon
Katarar ætla að kaupa Man Utd - Newcastle reynir við Maddison
Powerade
Frá HM í Katar.
Frá HM í Katar.
Mynd: EPA
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: EPA
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Jude Bellingham er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Andoni Iraola.
Andoni Iraola.
Mynd: Getty Images
Hverjir verða næstu eigendur Manchester United? Hvaða sóknarmaður verður keyptur á Old Trafford? Hvar spilar James Maddison á næsta tímabili? Hver tekur við Leeds? Það eru ýmsar vangaveltur í slúðurpakka dagsins.

Fjárfestar frá Katar munu á næstu dögum gera formlegt tilboð í Manchester United. Þeir eru sannfærðir um að þeirra tilboð muni skáka öllum öðrum, og ætla að láta Erik ten Hag fá mikið fjármagn til leikmannakaupa ef allt gengur upp. (Mail)

Manchester United hyggst gera 100 milljóna punda tilboð í Harry Kane (29), fyrirliða Tottenham, eða nígeríska landsliðsmanninn Victor Osimhen (24) hjá Napoli. Erik ten Hag setur í forgang að fá sóknarmann úr efstu skúffu. (Telegraph)

Newcastle United mun veita Manchester City samkeppni um enska miðjumanninn James Maddison (26) hjá Leicester City. (Northern Echo)

Manchester City ætlar að skáka Real Madrid og Liverpool í baráttunni um Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund í sumarglugganum. En mögulegar refsingar frá ensku úrvalsdeildinni gætu reynst hindrun. (Telegraph)

Borussia Dortmund undirbýr samningstilboð til Bellingham og vonast til að sannfæra hann um að taka eitt tímabil í viðbót í Þýskalandi. (90min)

Arsenal gæti enn reynt að selja Folarin Balogun (21) í sumar, þrátt fyrir að framherjinn sé markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 14 mörk í 21 leik fyrir Reims. Hann er á láni hjá Reims. (Sun)

Andoni Iraola, stjóri Rayo Vallecano, er meðal þeirra sem eru líklegastir sem næsti stjóri Leeds United eftir að Jesse Marsch var rekinn. (Independent)

Arne Slot, stjóri Feyenoord, er talinn líklegastur til að taka við Leeds samkvæmt veðbanka Sky. (Sky Bet)

Leeds United mun ekki skoða að endurráða Marcelo Bielsa eða fá Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem vonast til þess að fá starfið hjá Real Madrid. (Star)

Sean Dyche, stjóri Everton, mun fá yfir 3,5 milljónir punda í bónusgreiðslur ef hann nær að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni. (Mail)

Liverpool og Manchester United eru bæði að undirbúa sumartilboð í franska framherjann Randal Kolo Muani (24) hjá Eintracht Frankfurt. (L'Equipe)

Chelsea gæti sett enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (23) sem hluta af tilboði í hollenska hægri bakvörðinn Denzel Dumfries (26) hjá Inter. (Fichajes)

Viðræður Manchester United um nýjan samning við Diogo Dalot (23) eru langt komnar. (Mundo Deportivo)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27), sem var nálægt því að ganga í raðir Manchester United í fyrra er meðal fimm aðalliðsleikmanna Juventus sem verða settir á sölulista. (Gazzetta dello Sport)

Inter átti viðræður við argentínska framherjann Lionel Messi (35) áður en hann ákvað að ganga í raðir Paris St-Germain frá Barcelona. (Goal)

Nicolo Zaniolo (23) er kominn til Istanbúl til að ganga frá skiptum frá Roma til Galatasaray. (Mail)

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets (34) hefur fengið tveggja ára samningstilboð frá Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann ætlar hinsvegar að bíða og sjá hvort hann fái nýtt samningstilboð frá Barcelona áður en hann tekur ákvörðun. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner