Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Söru eiga þátt í áhuga og metnaði hjá ungum Haukastelpum
Alexandra í leik með Haukum.
Alexandra í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa alið af sér marga góða leikmenn, og þá sérstaklega í kvennaboltanum.

Sem dæmi þá eru tvær af bestu miðjumönnum þjóðarinnar uppaldar í Haukum, þær Alexandra Jóhannsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Alexandra var í viðtali við Fótbolta.net og var hún spurð út í þetta.

„Uppeldisstarfið er ótrúlega gott í Haukum. Það eru mjög góðir þjálfarar sem koma að þjálfum þar, alveg frá yngstu flokkunum og upp í meistaraflokk," segir Alexandra og hún er bjartsýn varðandi framtíðina hjá félaginu.

„Ég held að á næstu árum eigi enn fleiri leikmenn frá Haukum eftir að gera flotta hluti. Ungar Haukastelpur hafa verið með Söru Björk sem fyrirmynd og ég tel það eiga einhvern hlut í áhuga og metnaði þeirra."

Sara vann Meistaradeildina með Lyon í fyrra. Það er mjög stórt afrek fyrir íslenskan fótbolta og fyrir ungar íslenskar fótboltastelpur.

„Það er klárlega eitt af mínum langtíma markmiðum. Þetta er gífurlega stórt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu og þetta sýnir að allt er hægt ef maður leggur nógu mikið á sig," segir hin tvítuga Alexandra sem samdi nýverið við Frankfurt í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner