Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. apríl 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luiz Adriano með Covid - Fór úr einangrun og ók á hjólreiðamann
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Luiz Adriano, sem gerði garðinn frægan hjá Shakhtar Donetsk áður en hann var fenginn yfir til AC Milan, er 33 ára gamall og leikur fyrir Palmeiras í heimalandinu.

Hann greindist með Covid á dögunum og verður því ekki með í næstu leikjum Palmeiras, en hann er í klandri vegna þess að hann fór úr einangrun og keyrði yfir hjólreiðamann í leiðinni.

Hann skutlaði þá mömmu sinni í verslunarmiðstöð í vesturhluta Sao Paulo og á leiðinni til baka ók hann óvart yfir hjólreiðamann.

„Mér var sagt að vera í einangrun en ég ákvað að skutla mömmu í verslunarmiðstöðina þar sem hún kann ekki að keyra. Ég fór aldrei úr bílnum og var með grímu á mér allan tímann," skrifaði Adriano á Instagram.

„Á leiðinni til baka lenti ég svo í því að hjólreiðamaður klessti á mig við útganginn á bílastæðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner