Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mán 08. apríl 2024 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Mjög góð. Við erum mjög ánægðir með að vinna hérna fyrsta leikinn og sækja fyrstu þrjú stigin." Sagði Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Anton Ari var ángæður með liðið og sáttur með að ná að halda markinu hreinu. 

„Það er bara algjör snilld og ekki bara fyrir mig heldur allt liðið. Þetta er sameiginlegt markmið hjá okkur að verja markið frá fremsta manni og ég er mjög ánægður með að halda hreinu."

Leikurinn í kvöld var fysti deildarleikurinn undir Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks en hann hafði bara stýrt liðinu í Evrópukeppni frá þvi hann tók við. 

„Erum þannig séð búnir að vera í lifi undir Dóra síðan seinasta haust, spiluðum nátturlega í Evrópudeildinni og allan vetur með honum. Það er búið að vera mjög gott síðan þá. Erum ekkert að gera þetta mjög ósvipað, kannski áherslur sem að breytast en við viljum bara halda áfram að gera okkar."

Anton Ari fékk á sig mikla gangrýni á síðustu leiktíð og voru einhverjir sem vildu sjá Breiðablik skipta um markmann en Anton Ari hefur fundið traustið frá Halldóri Árnasyni frá degi eitt.

„Já, við hittumst hérna í haust og ræddum málin og ég finn fyrir miklu trausti og er mjög ánægður." 

Nánar er rætt við Anton Ara Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner