Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   mán 08. apríl 2024 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Mjög góð. Við erum mjög ánægðir með að vinna hérna fyrsta leikinn og sækja fyrstu þrjú stigin." Sagði Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Anton Ari var ángæður með liðið og sáttur með að ná að halda markinu hreinu. 

„Það er bara algjör snilld og ekki bara fyrir mig heldur allt liðið. Þetta er sameiginlegt markmið hjá okkur að verja markið frá fremsta manni og ég er mjög ánægður með að halda hreinu."

Leikurinn í kvöld var fysti deildarleikurinn undir Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks en hann hafði bara stýrt liðinu í Evrópukeppni frá þvi hann tók við. 

„Erum þannig séð búnir að vera í lifi undir Dóra síðan seinasta haust, spiluðum nátturlega í Evrópudeildinni og allan vetur með honum. Það er búið að vera mjög gott síðan þá. Erum ekkert að gera þetta mjög ósvipað, kannski áherslur sem að breytast en við viljum bara halda áfram að gera okkar."

Anton Ari fékk á sig mikla gangrýni á síðustu leiktíð og voru einhverjir sem vildu sjá Breiðablik skipta um markmann en Anton Ari hefur fundið traustið frá Halldóri Árnasyni frá degi eitt.

„Já, við hittumst hérna í haust og ræddum málin og ég finn fyrir miklu trausti og er mjög ánægður." 

Nánar er rætt við Anton Ara Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
5.    Fram 3 2 0 1 3 - 1 +2 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 3 1 1 1 2 - 1 +1 4
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner