Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 08. apríl 2024 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Mjög góð. Við erum mjög ánægðir með að vinna hérna fyrsta leikinn og sækja fyrstu þrjú stigin." Sagði Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Anton Ari var ángæður með liðið og sáttur með að ná að halda markinu hreinu. 

„Það er bara algjör snilld og ekki bara fyrir mig heldur allt liðið. Þetta er sameiginlegt markmið hjá okkur að verja markið frá fremsta manni og ég er mjög ánægður með að halda hreinu."

Leikurinn í kvöld var fysti deildarleikurinn undir Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks en hann hafði bara stýrt liðinu í Evrópukeppni frá þvi hann tók við. 

„Erum þannig séð búnir að vera í lifi undir Dóra síðan seinasta haust, spiluðum nátturlega í Evrópudeildinni og allan vetur með honum. Það er búið að vera mjög gott síðan þá. Erum ekkert að gera þetta mjög ósvipað, kannski áherslur sem að breytast en við viljum bara halda áfram að gera okkar."

Anton Ari fékk á sig mikla gangrýni á síðustu leiktíð og voru einhverjir sem vildu sjá Breiðablik skipta um markmann en Anton Ari hefur fundið traustið frá Halldóri Árnasyni frá degi eitt.

„Já, við hittumst hérna í haust og ræddum málin og ég finn fyrir miklu trausti og er mjög ánægður." 

Nánar er rætt við Anton Ara Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner