Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Illa samsettur hópur og þá viltu vera með þjálfara eins og Allegri
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: EPA
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Það hafa orðið breytingar hjá ítalska stórliðinu Juventus eftir síðustu leiktíð.

Juventus hafnaði í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það er ekki boðlegur árangur þar á bæ.

Fabio Paratici var látinn fara sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus og Andrea Pirlo var rekinn sem þjálfari liðsins.

„Út af rifrildi vegna (Cristiano Ronaldo) var Paratici látinn fara. Juventus er þess í stað að ráða mann sem heitir Federico Cherubini sem nýjan yfirmann íþróttamála. Juventus er líka að ráða aftur mann sem heitir Maurizio Arrivabene. Ef það eru einhverjir aðdáendur Formúlu 1 hérna, þá vitiði hver það er. Silfurrefurinn sem var liðsstjóri Ferrari í mörg ár," sagði Björn Már Ólafsson í uppgjörsþætti tímabilsins um ítalska boltann.

Massimiliano Allegri er þá mættur aftur sem þjálfari liðsins. Hann varð Ítalíumeistari fimm sinnum sem þjálfari Juventus en hætti 2019. Hann er núna mættur aftur eftir tveggja ára frí.

„Max Allegri var ráðinn og Paratici var ekki fylgjandi því að ráða hann aftur. Allegri vann þá valdabaráttu."

„Hópurinn var stærsta vandamál Juventus, illa samsettur hópur fyrir þetta tímabil. Það eru ekki sérlega miklar breytingar fyrirhugaðar. Ronaldo verður að öllum líkindum áfram miðað við nýjustu fréttir. Leikmaður sem Juventus vill kaupa, þeim vantar miðjumann vilja þeir meina, og þeir vilja annað hvort Miralem Pjanic aftur frá Barcelona eða Manuel Locatelli frá Sassuolo."

„Ef við skoðum hvernig þjálfari Allegri er, þá hefur hann það fram yfir Pirlo og flesta aðra þjálfara að hann er ekki með sínar eigin aðferðir eða hugmynd um hvernig eigi að spila fótbolta. Hann er rosalega góður í að búa til lið úr því sem hann hefur. Ef þú vilt einhvern þjálfara með þennan Juventus hóp eins og hann er í dag - sem virðist illa samsettur - þá viltu vera með þjálfara eins og Allegri sem tekst að búa til besta byrjunarliðið úr þeim efnivið sem hann hefur."

Björn telur að Paulo Dybala muni fá stórt hlutverk í liði Juventus en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan. Því er velt upp hvort Ronaldo muni fá minna hlutverk á næstu leiktíð og ekki spila alla leiki.
Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner