Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 08. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Alexander Aron: Hún er besti leikmaðurinn í deildinni
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður bara mjög vel og við vissum að við ættum þetta lið inni í liðinu. Þetta er búið að vera brekka í byrjun móts en við vissum að við ættum inni góðar frammistöður.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á Víkingi R. sem var með fullt hús stiga fyrir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Ertu ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir og þá sérstaklega í seinni hálfleik?

„Já og bara hugarfarið í leikmönnum. Við vorum ennþá að pressa í stöðunni 3-2. Mér langar að hrósa Víkingum. Mér finnst þetta fræabært félag kvenna meginn. Það er búið að setja mikið í þetta lið og umgjörðin var flott. Maður verður bara að hrósa stjórninni hjá Víking, það er ótrúlega flott að koma hérna og bara mikill heiður. Ég varð að segja þetta.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast frá upphafi til enda?

„Þetta var leikur hjá tveim mjög góðum liðum. Mér fannst við hafa betur í baráttunni í dag og mér fannst við leggja meira í leikinn. Við erum búnar að vera rotaðar í byrjun sumars og þarna loksins vöknuðum við úr rotinu þannig ég er mjög sáttur.“

Hildur skoraði tvö í dag, ertu ekki ánægður með framlagið hennar í dag?

„Hildur er bara að mínu mati besti leikmaðurinn í þessari deild, það er ekki flóknara en það. Ég þori alveg að setja þessa pressu á hana, hún er það góð og þegar hún spilar eins og hún gerði á miðjunni í dag eiga fáir roð í hana í þessari deild. Það þarf síðan bara að virkja hana í næstu leiki.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-2 sigur á móti Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner