Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
banner
   fim 08. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Alexander Aron: Hún er besti leikmaðurinn í deildinni
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður bara mjög vel og við vissum að við ættum þetta lið inni í liðinu. Þetta er búið að vera brekka í byrjun móts en við vissum að við ættum inni góðar frammistöður.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á Víkingi R. sem var með fullt hús stiga fyrir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Afturelding

Ertu ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir og þá sérstaklega í seinni hálfleik?

„Já og bara hugarfarið í leikmönnum. Við vorum ennþá að pressa í stöðunni 3-2. Mér langar að hrósa Víkingum. Mér finnst þetta fræabært félag kvenna meginn. Það er búið að setja mikið í þetta lið og umgjörðin var flott. Maður verður bara að hrósa stjórninni hjá Víking, það er ótrúlega flott að koma hérna og bara mikill heiður. Ég varð að segja þetta.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast frá upphafi til enda?

„Þetta var leikur hjá tveim mjög góðum liðum. Mér fannst við hafa betur í baráttunni í dag og mér fannst við leggja meira í leikinn. Við erum búnar að vera rotaðar í byrjun sumars og þarna loksins vöknuðum við úr rotinu þannig ég er mjög sáttur.“

Hildur skoraði tvö í dag, ertu ekki ánægður með framlagið hennar í dag?

„Hildur er bara að mínu mati besti leikmaðurinn í þessari deild, það er ekki flóknara en það. Ég þori alveg að setja þessa pressu á hana, hún er það góð og þegar hún spilar eins og hún gerði á miðjunni í dag eiga fáir roð í hana í þessari deild. Það þarf síðan bara að virkja hana í næstu leiki.“ sagði Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-2 sigur á móti Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner