De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 08. júní 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland gæti allavega átt einn fulltrúa á HM í sumar
watermark Cloé Lacasse.
Cloé Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjakonan Cloe Lacasse er í 25 manna landsliðshópi Kanada fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Hópurinn var gefinn út í dag en tveir leikmenn af þessum 25 fara ekki með á mótið þar sem lokahópurinn má aðeins innihalda 23 leikmenn.

Lacasse, sem á þrítugsafmæli í júlí, raðaði inn mörkunum með ÍBV áður en hún skipti yfir til Benfica í Portúgal árið 2019. Hún var einn öflugasti leikmaður Bestu deildarinnar áður en hún fór út.

Cloe var í gær valin leikmaður ársins af öðrum leikmönnum í Portúgal. Hún skoraði 21 mark og gaf 13 stoðsendingar í 21 leik á tímabilinu.

Á þeim tíma sem hún spilaði hérna þá fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada, en líklega fyrir hana þar sem hún gæti spilað á HM í sumar.

Ísland missti af því að komast á HM á grátlegan hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner