Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   fim 08. júní 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi vill fá tvo miðjumenn í sumar
Xavi er svekktur að sjá Sergio Busquets fara frá Barcelona.
Xavi er svekktur að sjá Sergio Busquets fara frá Barcelona.
Mynd: EPA

Xavi, fyrrum miðjumaður og núverandi þjálfari Barcelona, segir að liðinu vanti tvo miðjumenn og að þeir séu efstir í forgangsröðinni á leikmannamarkaðinum í sumar.


Barcelona hefur verið orðað við ýmsa leikmenn í sumar en Xavi segir að einbeitingin verði að vera á því að styrkja miðjuna.

„Mig vantar tvo miðjumenn í sumar, sérstaklega eftir brottför Busquets. Þeir verða að vera í algjörum forgangi framyfir leikmenn sem spila aðrar stöður," segir Xavi, sem var spurður út í brasilísku kantmennina Neymar og Vitor Roque.

„Ég er hissa á orðrómunum um Neymar, hann er ekki í áformum okkar. Við eigum í góðu vinasambandi og hann er frábær fótboltamaður en við þurfum að forgangsraða í sumar.

„Varðandi Vitor Roque þá erum við í bílstjórasætinu, en það er fjárhagsstaða félagsins sem mun ráða úrslitum í þeim viðræðum."


Athugasemdir
banner