Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. ágúst 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Giggs mættur fyrir dómstóla
Giggs mætir fyrir utan dómshúsið.
Giggs mætir fyrir utan dómshúsið.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Ryan Giggs mætti í morgun fyrir dómstóla í Bretlandi en hann var ákærður fyrir að hafa beitt fyrrum kærustu sína, Kate Greville, og yngri systur ofbeldi á heimili sínu í nóvember 2020.

Giggs heldur fram sakleysi sínu en í júní þá var staðfest að Giggs hefði látið af starfi sínu sem landsliðsþjálfari Wales.

Talið er að réttarhöldin muni taka um tvær vikur en þau hafa tafist mikið, meðal annar vegna heimsfaraldursins.

Giggs er einnig ákærður fyrir að hafa beitt Greville, andlegu ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner