Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er að krækja í serbneska kantmanninn Filip Kostic á lánssamningi frá Juventus.
Kostic er ekki í áformum Thiago Motta, nýráðins þjálfara Juventus, og fær því að reyna fyrir sér í nýrri deild.
Kostic er 31 árs gamall og er samningsbundinn Juve til 2026 eftir að ítalska stórveldið keypti hann frá Eintracht Frankfurt fyrir tveimur sumrum.
Kostic á aðeins eftir að standast læknisskoðun áður en hann verður tilkynntur opinberlega sem nýr leikmaður Fenerbahce.
Tyrkirnir munu eiga möguleika á að kaupa Kostic fyrir um 6 milljónir evra á meðan á lánsdvölinni stendur.
Kostic kom við sögu í 87 leikjum á tveimur árum hjá Juve eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Frankfurt.
José Mourinho er þjálfari Fenerbahce og hefur miklar mætur á Kostic sem er orðinn partur af afar sterkum leikmannahópi.
Hann mun æfa og spila með leikmönnum á borð við Sofyan Amrabat, Youssef En-Nesyri, Allan Saint-Maximin, Fred, Dusan Tadic og Edin Dzeko.
Transfer Bilgilendirme
— Fenerbahçe SK (@Fenerbahce) September 8, 2024
Kulübümüz, Filip Kostic’in kiral?k transferi konusunda kulübü Juventus FC ve oyuncu ile prensip anla?mas?na varm??t?r.
Kostic sa?l?k kontrolleri ve ileri transfer görü?meleri için ?stanbul’a davet edilmi?tir.
Fenerbahçe Spor Kulübü pic.twitter.com/K45JC17O0s
Athugasemdir