Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   mán 08. október 2018 21:11
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Kolbeinn: Hlusta ekki á umræðuna
Icelandair
Kolbeinn á æfingu.
Kolbeinn á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umdeilt er að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé valinn í íslenska landsliðshópinn en hann er í frystikistunni hjá félagi sínu, Nantes í Frakklandi, og fær ekkert að spila.

Í viðtali við Fótbolta.net segist Kolbeinn ekki fylgjast með umræðunni en að hann sé ánægður með það traust sem Erik Hamren sýnir honum.

„Ég hef ekkert fylgst með umræðunni ef ég á að segja eins og er. Ég er 'fit' og klár ef þjálfararnir vilja nýta mig. Mér líður vel og get vonandi hjálpað liðinu ef ég fæ tækifærið. Ég hafði ekki spilað í tvö ár með landsliðinu og kann virkilega að meta það traust sem ég fæ og næ vonandi að gefa til baka," segir Kolbeinn.

„Ég hef ekki verið að hlusta á þessa umræðu. Auðvitað hefur minn ferill verið rosalega skrítinn og mikið af meiðslum. Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig í fótboltanum."

Fer líklega í janúar
Kolbeinn reiknar með því að skipta um vinnuveitendur í janúarglugganum.

„Staða mín er óljós og ég er að bíða eftir svörum með það hvernig framhaldið verður. Ég fæ vonandi að vita það í þessum mánuði en það er allt sem bendir til þess að ég fari í janúar," segir Kolbeinn.

Fótbolti.net spjallaði við Kolbein í Frakklandi þar sem Ísland er í undirbúningi fyrir vináttulandsleik gegn heimsmeisturunum á fimmtudag. Á mánudag er svo heimaleikur gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Þetta er mjög spennandi verkefni gegn besta landsliði heims, þetta verður erfitt en okkur hlakkar til að takast á við þetta. Andinn er góður í hópnum og það á eftir að koma í ljós hvernig við rífum okkur upp úr slæmum úrslitum í síðasta glugga. Það er tækifæri núna til að sýna það að við ætlum ekki að sökkva í djúpið eftir síðustu leiki, vonandi stígum við upp."

„Það er hluti af fótboltanum að stundum gengur ekki allt upp en við þekkjum okkar gæði og hvað við getum. Við þurfum að sýna karakter og ná góðum úrslitum gegn Frökkum," segir Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner