Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 08. október 2018 21:11
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Kolbeinn: Hlusta ekki á umræðuna
Icelandair
Kolbeinn á æfingu.
Kolbeinn á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umdeilt er að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé valinn í íslenska landsliðshópinn en hann er í frystikistunni hjá félagi sínu, Nantes í Frakklandi, og fær ekkert að spila.

Í viðtali við Fótbolta.net segist Kolbeinn ekki fylgjast með umræðunni en að hann sé ánægður með það traust sem Erik Hamren sýnir honum.

„Ég hef ekkert fylgst með umræðunni ef ég á að segja eins og er. Ég er 'fit' og klár ef þjálfararnir vilja nýta mig. Mér líður vel og get vonandi hjálpað liðinu ef ég fæ tækifærið. Ég hafði ekki spilað í tvö ár með landsliðinu og kann virkilega að meta það traust sem ég fæ og næ vonandi að gefa til baka," segir Kolbeinn.

„Ég hef ekki verið að hlusta á þessa umræðu. Auðvitað hefur minn ferill verið rosalega skrítinn og mikið af meiðslum. Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig í fótboltanum."

Fer líklega í janúar
Kolbeinn reiknar með því að skipta um vinnuveitendur í janúarglugganum.

„Staða mín er óljós og ég er að bíða eftir svörum með það hvernig framhaldið verður. Ég fæ vonandi að vita það í þessum mánuði en það er allt sem bendir til þess að ég fari í janúar," segir Kolbeinn.

Fótbolti.net spjallaði við Kolbein í Frakklandi þar sem Ísland er í undirbúningi fyrir vináttulandsleik gegn heimsmeisturunum á fimmtudag. Á mánudag er svo heimaleikur gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Þetta er mjög spennandi verkefni gegn besta landsliði heims, þetta verður erfitt en okkur hlakkar til að takast á við þetta. Andinn er góður í hópnum og það á eftir að koma í ljós hvernig við rífum okkur upp úr slæmum úrslitum í síðasta glugga. Það er tækifæri núna til að sýna það að við ætlum ekki að sökkva í djúpið eftir síðustu leiki, vonandi stígum við upp."

„Það er hluti af fótboltanum að stundum gengur ekki allt upp en við þekkjum okkar gæði og hvað við getum. Við þurfum að sýna karakter og ná góðum úrslitum gegn Frökkum," segir Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner