Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 08. október 2018 21:11
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Kolbeinn: Hlusta ekki á umræðuna
Icelandair
Kolbeinn á æfingu.
Kolbeinn á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umdeilt er að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé valinn í íslenska landsliðshópinn en hann er í frystikistunni hjá félagi sínu, Nantes í Frakklandi, og fær ekkert að spila.

Í viðtali við Fótbolta.net segist Kolbeinn ekki fylgjast með umræðunni en að hann sé ánægður með það traust sem Erik Hamren sýnir honum.

„Ég hef ekkert fylgst með umræðunni ef ég á að segja eins og er. Ég er 'fit' og klár ef þjálfararnir vilja nýta mig. Mér líður vel og get vonandi hjálpað liðinu ef ég fæ tækifærið. Ég hafði ekki spilað í tvö ár með landsliðinu og kann virkilega að meta það traust sem ég fæ og næ vonandi að gefa til baka," segir Kolbeinn.

„Ég hef ekki verið að hlusta á þessa umræðu. Auðvitað hefur minn ferill verið rosalega skrítinn og mikið af meiðslum. Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig í fótboltanum."

Fer líklega í janúar
Kolbeinn reiknar með því að skipta um vinnuveitendur í janúarglugganum.

„Staða mín er óljós og ég er að bíða eftir svörum með það hvernig framhaldið verður. Ég fæ vonandi að vita það í þessum mánuði en það er allt sem bendir til þess að ég fari í janúar," segir Kolbeinn.

Fótbolti.net spjallaði við Kolbein í Frakklandi þar sem Ísland er í undirbúningi fyrir vináttulandsleik gegn heimsmeisturunum á fimmtudag. Á mánudag er svo heimaleikur gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Þetta er mjög spennandi verkefni gegn besta landsliði heims, þetta verður erfitt en okkur hlakkar til að takast á við þetta. Andinn er góður í hópnum og það á eftir að koma í ljós hvernig við rífum okkur upp úr slæmum úrslitum í síðasta glugga. Það er tækifæri núna til að sýna það að við ætlum ekki að sökkva í djúpið eftir síðustu leiki, vonandi stígum við upp."

„Það er hluti af fótboltanum að stundum gengur ekki allt upp en við þekkjum okkar gæði og hvað við getum. Við þurfum að sýna karakter og ná góðum úrslitum gegn Frökkum," segir Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner