þri 08. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Sonur Alexander Petersson í Hoffenheim - Valinn í U17 hjá Íslandi
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu.
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðs Íslands, tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM síðar í mánuðinum.

Í hópnum er meðal annars Lúkas Jóhannes Petersson, markvörður hjá Hoffenheim í Þýskalandi. Hann er fæddur árið 2004 en flestir leikmenn í hópnum hjá U17 eru fæddir 2003.

Hinn hávaxni Lúkas er sonur Alexander Petersson sem spilar með Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Petersson átti einnig farsælan feril með íslenska landsliðinu í handbolta en hann hætti að spila með landsliðinu árið 2016.

Alexander Petersson hefur spilað í Þýskalandi síðan árið 2003 og því hefur Lúkas spilað allan sinn fótboltaferil í yngri flokkunum þar og hann er í dag í unglingaliði Hoffenheim. Alexander hefur einnig verið undir smásjánni hjá þýsku yngri landsliðunum og æft með þeim. Nú hefur hann hins vegar fengið kallið í U17 ára landslið Íslands.

„Það að hann sé í marki og noti hendurnar þar sýnir ákveðna tengingu við handboltann," sagði Alexander Petersson i viðtali á heimasíðu Rhein-Neckar Löwen í fyrra þegar hann var spurður út í val Lúkasar að fara í fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner