Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 08. október 2024 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Ten Hag hafa valið Höjlund fram yfir Watkins
Watkins
Watkins
Mynd: EPA
Manchester United er sagt hafa ákveðið að kaupa Rasmus Höjlund í fyrra frekar en að fá Ollie Watkins i sínar raðir frá Aston Villa. Erik ten Hag vildi frekar frá danska framherjann í sitt lið.

Þessar fréttir frá ESPN koma á tímum þar sem United gengur hræðilega að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur einungis skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðunum.

Höjlund hefur mikið glímt við meiðsli en á meðan hefur Watkins verið einn allra besti framherji deildarinnar. Þrátt fyrir meiðslin náði Höjlund þó að skora 16 mörk í öllum keppnum. Á sama tíma skoraði Watkins 27 mörk og á þessu tímabili hefur hann skorað fjögur mörk í sjö deildarleikjum.

Ofan á markaskorun var Watkins sá leikmaður sem lagði upp flest mörk á síðasta tímabili, eða alls 13 mörk.

Höjlund er 21 árs og kostaði um 72 milljónir punda þegar United keypti hann frá Atalanta í fyrra. Watkins er átta árum eldri og líklega því álitinn meiri skammtímalausn en Höjlund.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner