Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Sigrar hjá Ingvari og Jökli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Jökull Andrésson átti stórleik er varalið Reading hafði betur gegn varaliði Swansea í enska varaliðabikarnum.

Jökull varði nokkrum sinnum meistaralega í leiknum og stóðu hans menn í Reading uppi sem sigurvegarar þökk sé marki frá Lucas Boye.

Liðin mættust í 2. umferð varaliðabikarsins. Reading vermir toppsætið með fjögur stig og er Swansea með þrjú.

Varalið Charlton og Colchester eru einnig í riðlinum. Reading mætir Charlton í lokaumferðinni 28. nóvember og verður það úrslitaleikur um hvort liðið fer upp.

Reading 1 - 0 Swansea
1-0 Lucas Boye ('42)

Í Danmörku fékk Ingvar Jónsson að byrja er Viborg sigraði Næstved í C-deildinni.

Ingvar var utan byrjunarliðsins nokkra leiki og mjög jákvætt að hann sé byrjaður að spila aftur.

Viborg vann leikinn 2-1 og trónir á toppi deildarinnar, með eins stigs forystu á Kjartan Henry Finnbogason og félaga í Vejle.

Viborg 2 - 1 Næstved
1-0 J. Mensah ('50)
1-1 J. Felix ('62)
2-1 C. Sivebæk ('74)
Athugasemdir
banner