Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 08. nóvember 2022 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Venni vildi vera skipstjórinn - „Ég á nógan tíma"
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vinna með Heimi, þekki Heimi ágætlega og það hefur ekki farið framjá mér að hann er með gríðarlega reynslu og er gríðarlega farsæll. Ég hlakka mikið til að starfa með honum," sagði Sigurvin Ólafsson sem verður í teymi með Heimi Guðjónssyni sem í dag var tilkynntur sem nýr þjálfari FH.

Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, var ráðinn til FH á miðju tímabili og kom þá inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári steig svo til hliðar í október og þá tók Venni við sem aðalþjálfari.

„Hann er aðalþjálfarainn, er að fronta þetta. Ég er að þjálfa með honum, getur kallað þetta aðstoðarþjálfari eða hvað sem er. Eðlilega er hann skipstjórinn," sagði Venni sem hefði sjálfur verið til í að vera skipstjórinn. „Klárlega, ég er með metnað og var einn eftir um tíma undir lokin (á tímabilinu). Ég hefði alveg verið til í það en ég á nógan tíma."

Venni stýrði FH í síðustu fjórum leikjunum og þá bjargaði FH sér frá falli. FH vann tvo fyrstu leikina en töpuðu svo síðustu tveimur þegar sætið í Bestu deildinni var svo gott sem í tryggt.

Í viðtalinu ræddi Venni einnig um nýjan styrktarþjálfara, leikmannahópinn hjá FH og ýmislegt fleira.
Athugasemdir