Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 08. nóvember 2022 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Venni vildi vera skipstjórinn - „Ég á nógan tíma"
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vinna með Heimi, þekki Heimi ágætlega og það hefur ekki farið framjá mér að hann er með gríðarlega reynslu og er gríðarlega farsæll. Ég hlakka mikið til að starfa með honum," sagði Sigurvin Ólafsson sem verður í teymi með Heimi Guðjónssyni sem í dag var tilkynntur sem nýr þjálfari FH.

Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, var ráðinn til FH á miðju tímabili og kom þá inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári steig svo til hliðar í október og þá tók Venni við sem aðalþjálfari.

„Hann er aðalþjálfarainn, er að fronta þetta. Ég er að þjálfa með honum, getur kallað þetta aðstoðarþjálfari eða hvað sem er. Eðlilega er hann skipstjórinn," sagði Venni sem hefði sjálfur verið til í að vera skipstjórinn. „Klárlega, ég er með metnað og var einn eftir um tíma undir lokin (á tímabilinu). Ég hefði alveg verið til í það en ég á nógan tíma."

Venni stýrði FH í síðustu fjórum leikjunum og þá bjargaði FH sér frá falli. FH vann tvo fyrstu leikina en töpuðu svo síðustu tveimur þegar sætið í Bestu deildinni var svo gott sem í tryggt.

Í viðtalinu ræddi Venni einnig um nýjan styrktarþjálfara, leikmannahópinn hjá FH og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner