Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   þri 08. nóvember 2022 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Venni vildi vera skipstjórinn - „Ég á nógan tíma"
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vinna með Heimi, þekki Heimi ágætlega og það hefur ekki farið framjá mér að hann er með gríðarlega reynslu og er gríðarlega farsæll. Ég hlakka mikið til að starfa með honum," sagði Sigurvin Ólafsson sem verður í teymi með Heimi Guðjónssyni sem í dag var tilkynntur sem nýr þjálfari FH.

Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, var ráðinn til FH á miðju tímabili og kom þá inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári steig svo til hliðar í október og þá tók Venni við sem aðalþjálfari.

„Hann er aðalþjálfarainn, er að fronta þetta. Ég er að þjálfa með honum, getur kallað þetta aðstoðarþjálfari eða hvað sem er. Eðlilega er hann skipstjórinn," sagði Venni sem hefði sjálfur verið til í að vera skipstjórinn. „Klárlega, ég er með metnað og var einn eftir um tíma undir lokin (á tímabilinu). Ég hefði alveg verið til í það en ég á nógan tíma."

Venni stýrði FH í síðustu fjórum leikjunum og þá bjargaði FH sér frá falli. FH vann tvo fyrstu leikina en töpuðu svo síðustu tveimur þegar sætið í Bestu deildinni var svo gott sem í tryggt.

Í viðtalinu ræddi Venni einnig um nýjan styrktarþjálfara, leikmannahópinn hjá FH og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner