Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markaðurinn aftur opinn í Eyjabita - Átta leikir í næstu umferð
Blikar eiga tvo leiki framundan í næstu umferð Draumaliðsdeildarinnar.
Blikar eiga tvo leiki framundan í næstu umferð Draumaliðsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upp á síðkastið hafa margir leikir verið færðir til í Pepsi Max-deildinni og því endaði síðasta umferð í Draumaliðsdeild Eyjabita bara á því að vera fjórir leikir. Hér að neðan má sjá bónusstigin úr þeim leikjum.

Smelltu hér til að fara á síðu Draumaliðsdeildarinnar.

KR 3 - 1 ÍA
3 - Óskar Örn Hauksson (KR)
2 - Beitir Ólafsson (KR)

HK 2 - 1 Leiknir R.
3 - Birnir Snær Ingason (HK)
2 - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)

Fylkir 1 - 1 Stjarnan
3 - Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
2 - Björn Berg Bryde (Stjarnan)

Valur 1 - 1 Víkingur R.
3 - Nikolaj Hansen (Víkingur)
2 - Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)

Markaðurinn er opinn
Markaðurinn er núna opinn og hægt að gera breytingar á liði sínu fyrir næstu umferð sem hefst næstkomandi laugardag. Það er þannig að það eru átta leikir í næstu umferð Draumaliðsdeildarinnar þar sem leikir hafa verið færðir.

FH, Valur, Stjarnan og Breiðablik spila tvisvar í umferðinni og hafa leikmenn þessara liða því tvöfalt meira vægi í næstu umferð.

Er kominn tími á Wildcard?
Ein breyting er að venju leyfileg á milli umferða en hægt er að gera fleiri breytingar á liði sínu án þess að missa stig með því að nota „wildcard" sem nota má einu sinni yfir tímabilið.

Smelltu hér til að fara á síðu Draumaliðsdeildarinnar.

Leikirnir í næstu umferð:

laugardagur 12. júní
14:00 Breiðablik-Fylkir (Kópavogsvöllur)
17:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
17:00 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)

mánudagur 14. júní
19:15 Leiknir R.-KR (Domusnovavöllurinn)

miðvikudagur 16. júní
18:00 Keflavík-HK (HS Orku völlurinn)
18:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
20:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner