Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fös 09. júní 2023 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Rafn og félagar í Sambandsdeildina
Mynd: Getty Images

Midtjylland tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili eftir sigur á Viborg í dag.


Liðin spiluðu umspilsleik um sæti í keppninni en Viborg endaði í 3. sæti deildarinnar á meðan Midtjylland var í 7. sæti (efst í neðri hlutanum).

Elías Rafn Ólafsson hefur þurft að sætta sig mikið við bekkjarsetu á þessari leiktíð og engin breyting var á því í dag. Jonas Lössl var á sínum stað í rammanum.

Staðan var markalaus í hálfleik en markið sem tryggði Midtjylland sætið í Sambandsdeildinni kom eftir rúmlega klukkutíma leik. 1-0 lokatölur.


Athugasemdir
banner
banner
banner