Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 09. júlí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Annað enskt félag ætlar að berjast við Everton um Gabriel
Annað enskt félag hefur ákveðið að blanda sér í baráttuna um Gabriel Magalhaes, varnarmann Lille.

Everton hefur lengi verið á höttunum á eftir Gabriel sem og Napoli á Ítalíu.

Sky segir frá því í dag að ónefnt enskt félag hafi boðið 22 milljónir punda í Gabriel.

Fleiri félög á Ítalíu og Spáni hafa einnig verið að skoða Brasilíumanninn.

Gabriel hjálpaði Lille að enda í 4. sæti í frönsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Athugasemdir
banner