Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 09. júlí 2020 08:56
Brynjar Ingi Erluson
Man City setti nýtt met - Fimm leikmenn gert tíu mörk eða meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City setti nýtt met í 5-0 sigrinum á Newcastle United í gær en fimm leikmenn liðsins hafa skorað tíu mörk eða meira í deildinni á þessari leiktíð.

City hefur skorað 86 mörk í deildinni á þessu tímabili en mörkin hafa dreifst yfir hópinn.

Sergo Aguero er markahæstur í liðinu með 16 mörk en Raheem Sterling kemur næstur með 13 mörk. Kevin De Bruyne og Gabriel Jesus eru þá báðir með 11 mörk.

Það var Riyad Mahrez sem sá til þess að City færi í sögubækurnar er hann skoraði í 5-0 sigrinum í gær en hann er nú kominn með tíu mörk í deildinni á tímabilinu.

Fyrsta sinn sem fimm leikmenn frá sama liði skora tíu mörk eða meira á tímabili.

City er í 2. sæti með 69 stig og er aðeins einu stigi frá því að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner