Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   þri 09. júlí 2024 14:06
Elvar Geir Magnússon
Davíð Atla og Aron Þrándar ekki með Víkingi í kvöld
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason og miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson verða ekki með í Evrópuleiknum í kvöld vegna meiðsla.

„Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Víkingur tekur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

Uppselt er á leikinn sem hefst 18:45 en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner