Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 09. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Er átta mörkum á undan næstu - „Ég er bara með hausinn heima"
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Sandra í góðum gír á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosalega skemmtilegt verkefni framundan og við förum inn í það með fullt sjálfstraust," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Við ætlum að tryggja okkur á EM í þessum glugga og við ætlum að byrja á því á föstudaginn. Við förum í þennan leik og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað oft gegn Þýskalandi og mér frammistaðan alltaf verða betri og betri gegn þeim."

Sandra segist sjá möguleika til að gera góða hluti gegn Þýskalandi á föstudaginn. „Við þurfum að leggja mikið í það sem við erum góðar í og það sem særir þær."

Sandra sjálfur kemur inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 15 mörk. Næstu leikmenn eru með sjö mörk.

„Það er búið að vera mikið álag en það þarf ekki endilega að vera neikvætt. Ég er búin að spila mikið af leikjum og er í góðu leikformi. Vonandi getur maður tekið það sem er að ganga vel í félagsliðinu með inn í landsliðið," segir Sandra María. „Ég verð allavega fersk á föstudaginn."

Þú ert með 15 mörk í tólf leikjum. Hvað ertu eiginlega að gera í Bestu deildinni?

„Liðið er að spila rosalega vel og ég fæ mjög góða þjónustu. Það er mitt að vera pota boltanum inn. Það er gott samspil og maður nær vel til leikmanna. Það er rosalega góður liðsandi í þessu liði og þetta smellur saman."

Sandra var spurð að því hvort einhver félög út í heimi væru að fara að heyra í sér núna í sumarglugganum. „Það er spurning. Ég hef ekki fengið neitt enn og ég er bara með hausinn heima. Það er gaman að það gangi vel. Ég er rosalega ánægð eins og staðan er núna."
Athugasemdir