
„Hræðilega, mér líður ömurlega. Við berjumst eins og ljón í fyrri hálfleik en síðan dettur þetta bara ekki með okkur. Röð atvika í síðari hálfleik þar sem við náum ekki að skapa nógu góð færi og svo skora þær tvö mörk. “
Sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands meyr eftir 2-0 tap Íslands gegn heimakonum í Sviss á EM þar í landi fyrr í kvöld.
Sagði Ingibjörg Sigurðardóttir miðvörður Íslands meyr eftir 2-0 tap Íslands gegn heimakonum í Sviss á EM þar í landi fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Sviss 2 - 0 Ísland
Leikurinn var lengi vel í járnum og liðin skiptust á höggum og ómögulegt að sjá mun á milli liða. Um það sagði Ingibjörg.
„Við vorum alveg í hálfleik að við værum með þetta og við ætlum að vinna þennan leik. En þetta er ekki okkar dagur í dag, stöngin út. En við verðum siðan að segja það að Sviss eru bara ótrúlega góðar og kannski erfitt að segja það betri en við. En þá þurfum við bara að verða betri. “
Framundan er leikur gegn Noregi þar sem Íslenska liðið leikur aðeins upp á stoltið enda fallið úr leik eftir tap kvöldsins. Verður erfitt að fara inn í þann leik?
„Auðvitað er það erfitt en við ætlum bara að fokking vinna Noreg. Ég nenni þeim ekki lengur. Við spilum fyrir stoltið og þá frábæru áhorfendur sem eru hérna og þeir eiga skilið að fá sigur.“
Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir