Tímabil Fjölnismanna hefur verið ansi jójó-legt en liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í kvöld.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnismanna, var svekktur með að ná ekki þremur stigum, sérstaklega í ljósi þess að hans lið komst tveimur mörkum yfir í leiknum.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnismanna, var svekktur með að ná ekki þremur stigum, sérstaklega í ljósi þess að hans lið komst tveimur mörkum yfir í leiknum.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 2 KA
„Við fengum mjög gott upphlaup þar sem boltinn fór framhjá stönginni, þar hefðum við getað komist í 3-0 í fyrri hálfleik og klárað leikinn. Í staðinn fáum við mark í andlitið og það breytir öllu fyrir seinni hálfleikinn. Það var kraftur í þessu hjá báðum liðum, bæði lið vildu klárlega sigra," sagði Ágúst eftir leikinn.
Eins og staðan er núna er Fjölnir þremur stigum frá fallsæti og fimm stigum frá fjórða sætinu.
„Eigum við ekki að segja að við séum bæði í fallbaráttu og Evrópubaráttu. Það er mikil barátta framundan. Það eru mikilvægir leikir framundan."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Gústi sig meðal annars um meiðslamál og nýja leikmanninn, Linus Olsson.
Athugasemdir






















