Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Fjölnis og ÍBV: Stærsti leikur deildarinnar til þessa
Lengjudeildin
Fjölnismenn eru á toppnum fyrir leik kvöldsins.
Fjölnismenn eru á toppnum fyrir leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður toppbaráttuslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Fjölnir og ÍBV eigast við.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

Fjölnismenn hafa verið á toppi deildarinnar lengst af í sumar og voru komnir í ansi góða stöðu fyrir stuttu. En þeir hafa núna gert jafntefli í þremur af síðustu fimm leikjum sínum á meðan ÍBV hefur unnið þrjá leiki í röð.

Leikurinn í kvöld er afskaplega áhugaverður upp á baráttuna um efsta sætið að gera. ÍBV er með tækifæri til að sprengja hana upp ef svo má segja.

Með sigri minnkar ÍBV forskot Fjölnis í eitt stig þegar sex leikir eru eftir, en Fjölnir hefur á sama tíma tækifæri til að stinga af á nýjan leik.

Þetta er afskaplega þýðingarmikill leikur en það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig hann fer. Eins og í fyrra þá er það efsta liðið sem fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti fara í umspil um hitt lausa sætið í Bestu deildinni.

Lengjudeildin getur enn einhvern veginn farið í allar áttir en leikurinn í kvöld er líklega stærsti leikur tímabilsins til þessa.

Byrjunarlið Fjölnir:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Óliver Dagur Thorlacius
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Byrjunarlið ÍBV:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
45. Eiður Atli Rúnarsson
Innkastið - Brotið mark og óútreiknanlegt liðsval
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner