Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 16:21
Innkastið
„Þetta er eitt skrítnasta mark sem ég hef séð“
Lengjudeildin
Oliver Heiðarsson.
Oliver Heiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson skoraði bæði mörk ÍBV sem vann dramatískan 2-1 sigur gegn Njarðvík í Þjóðhátíðarleik Lengjudeildarinnar síðasta laugardag.

Eyjamenn voru talsvert betri í leiknum en sigurmarkið kom í uppbótartíma og var vægast sagt kostulegt. Leikið var í vindi og við erfiðar aðstæður á Hásteinsvelli.

„Svo bregðast krosstré sem önnur, Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur er að sparka frá markinu og rennur einhvern veginn, Oliver er á miðjum vellinum og boltinn dettur á Oliver á miðjum vellinum sem skorar," segir Elvar Geir í Innkastinu.

„Ég skil ekki af hverju þetta mark hefur ekki farið víðar á internetinu. Þetta er eitt skrítnasta mark sem ég hef séð. Oliver skýtur ekki einu sinni á markið. Boltinn fer í hann einhvern veginn," segir Valur Gunnarsson í þættinum en boltinn endaði í stönginni og inn.

ÍBV er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en liðið mætir Fjölni í toppslag í Grafarvoginum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner