„Þetta var hörkuleikur. Við börðumst eins og ljón. Skoruðum mjög flott mark og síðan var þetta bara jafn og spennandi leikur. Þær hefðu getað sett eitt, við hefðum getað sett annað,“ sagði Björk Björnsdóttir, kampakátur fyrirliði HK/Víkings, eftir 2-0 sigur á Selfoss. Með sigrinum tryggðu HK/Víkingar sér efsta sæti 1. deildar og sæti í Pepsi-deild að ári.
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 0 Selfoss
Staða HK/Víkings var góð fyrir leik en Þróttur hefði getað blandað sér í keppnina um efstu tvö sætin með markasúpu á Akureyri. Var Björk stressuð?
„Já og nei. Það hefði verið eðlilegt að vera stressuð í þessari stöðu en einhvern veginn var ég samt ekki stressuð.“
Pepsi-deildar sætið var aðalmarkmið sumarsins en hversu mikilvægt var að klára mótið á sigri?
„Það er ógeðslega gaman. Okkur langaði það. Okkur langaði í bikar og okkur fannst við eiga bikar skilið miðað við vinnuna sem við höfum lagt í þetta. Pepsi hefði verið fínt en bikar geggjað, sagði fyrirliðinn að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























