mán 09. september 2019 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Hamren: Þeir voru sterkir og eru enn sterkir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren býst við erfiðum leik gegn Albaníu í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Leikurinn fer fram í Elbasan í Albaníu.

„Þetta er auðvitað mikilvægur leikur. Okkar markmið er að fara á EM 2020 og til þess þurfum við auðvitað að ná í góð úrslit. Þetta er mjög mikilvægur leikur," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundinum.

Hann var spurður að því hvort hann yrði sáttur með eitt stig úr leiknum.

„Þú veist aldrei fyrir leik hvaða úrslit þú verður ánægður með. Stundum ertu sáttur með eitt stig, stundum ertu svekktur með eitt stig. Við ætlum okkur að ná í þrjú stig í þessum leik."

„Við verðum að sýna Albaníu virðingu, þeir eru með sterkt lið. Við þurfum á góðri frammistöðu að halda."

Hamren var spurður að því hvort hann sæi einhvern mun á Albaníu frá fyrri leik liðanna í Laugardalnum fyrir þremur mánuðum síðan. Þann leik vann Ísland 1-0.

„Ég vil ekki tala of mikið um Albaníu, ég einbeiti mér að mínu liði. Þeir voru með sterkt lið og eru núna með sterkt lið. Það hafa orðið einhverjar breytingar hjá þeim, en þeir eru enn með sterkt lið."

„Ég býst við mjög erfiðum leik á morgun á milli tveggja jafnra liða, eins og það var í Reykjavík," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner
banner