Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 09. september 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Hjörtur: Vona að ég fái einn daginn að spila miðvörð
Icelandair
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil mjög sáttur við þann leik," sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaður landsliðsins, þegar hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net fyrir utan hótel liðsins í Tirana, höfuðborg Albaníu.

Hjörtur var að tala um leikinn gegn Moldóvu á laugardag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Íslands.

„Liðsframmistaðan var mjög góð og persónulega fannst mér ég koma mjög vel frá því verkefni. Ég er sáttur með þetta."

Hjörtur, sem er 24 ára, spilaði sem hægri bakvörður í leiknum - líkt og hann hefur gert í síðustu landsleikjum.

„Það gefur augaleið að Ari Freyr (Skúlason) er sterkari sóknarlega, en mér fannst ég skila mínu mjög vel sóknarlega. Ég átti þátt í fyrsta markinu og á tvær fyrirgjafir á Jón Daða og Gylfa snemma í leiknum sem ég hefði viljað sjá sigla í netið. Þá væri enginn að tala um að ég væri varnarmaður en ekki sóknarbakvörður."

„Maður tekur öllum landsleikjum fagnandi. Mér finnst ég ekki hafa eignað mér þessa stöðu, en mér finnst ég hafa skilað henni mjög vel í þessum leikjum sem ég er búinn að fá upp á síðkastið. Ég stefni á að halda áfram að gera það."

Hjörtur er að upplagi miðvörður og spilar þá stöðu með félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku.

„Ég vona einn daginn að ég fái að spila miðvörð með landsliðinu, en það gæti verið einhver bið á því á meðan þessir strákar eru að standa sig svona vel."

Verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið
Á morgun er andstæðingurinn Albaníu. Það er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM og þurfum við á stigunum þremur að halda.

„Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal."

„Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner