Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 09. september 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Hjörtur: Vona að ég fái einn daginn að spila miðvörð
Icelandair
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil mjög sáttur við þann leik," sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaður landsliðsins, þegar hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net fyrir utan hótel liðsins í Tirana, höfuðborg Albaníu.

Hjörtur var að tala um leikinn gegn Moldóvu á laugardag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Íslands.

„Liðsframmistaðan var mjög góð og persónulega fannst mér ég koma mjög vel frá því verkefni. Ég er sáttur með þetta."

Hjörtur, sem er 24 ára, spilaði sem hægri bakvörður í leiknum - líkt og hann hefur gert í síðustu landsleikjum.

„Það gefur augaleið að Ari Freyr (Skúlason) er sterkari sóknarlega, en mér fannst ég skila mínu mjög vel sóknarlega. Ég átti þátt í fyrsta markinu og á tvær fyrirgjafir á Jón Daða og Gylfa snemma í leiknum sem ég hefði viljað sjá sigla í netið. Þá væri enginn að tala um að ég væri varnarmaður en ekki sóknarbakvörður."

„Maður tekur öllum landsleikjum fagnandi. Mér finnst ég ekki hafa eignað mér þessa stöðu, en mér finnst ég hafa skilað henni mjög vel í þessum leikjum sem ég er búinn að fá upp á síðkastið. Ég stefni á að halda áfram að gera það."

Hjörtur er að upplagi miðvörður og spilar þá stöðu með félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku.

„Ég vona einn daginn að ég fái að spila miðvörð með landsliðinu, en það gæti verið einhver bið á því á meðan þessir strákar eru að standa sig svona vel."

Verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið
Á morgun er andstæðingurinn Albaníu. Það er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM og þurfum við á stigunum þremur að halda.

„Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal."

„Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner