Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 09. september 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Hjörtur: Vona að ég fái einn daginn að spila miðvörð
Icelandair
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Hjörtur í landsleiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil mjög sáttur við þann leik," sagði Hjörtur Hermannsson, varnarmaður landsliðsins, þegar hann ræddi við fréttamenn Fótbolta.net fyrir utan hótel liðsins í Tirana, höfuðborg Albaníu.

Hjörtur var að tala um leikinn gegn Moldóvu á laugardag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Íslands.

„Liðsframmistaðan var mjög góð og persónulega fannst mér ég koma mjög vel frá því verkefni. Ég er sáttur með þetta."

Hjörtur, sem er 24 ára, spilaði sem hægri bakvörður í leiknum - líkt og hann hefur gert í síðustu landsleikjum.

„Það gefur augaleið að Ari Freyr (Skúlason) er sterkari sóknarlega, en mér fannst ég skila mínu mjög vel sóknarlega. Ég átti þátt í fyrsta markinu og á tvær fyrirgjafir á Jón Daða og Gylfa snemma í leiknum sem ég hefði viljað sjá sigla í netið. Þá væri enginn að tala um að ég væri varnarmaður en ekki sóknarbakvörður."

„Maður tekur öllum landsleikjum fagnandi. Mér finnst ég ekki hafa eignað mér þessa stöðu, en mér finnst ég hafa skilað henni mjög vel í þessum leikjum sem ég er búinn að fá upp á síðkastið. Ég stefni á að halda áfram að gera það."

Hjörtur er að upplagi miðvörður og spilar þá stöðu með félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku.

„Ég vona einn daginn að ég fái að spila miðvörð með landsliðinu, en það gæti verið einhver bið á því á meðan þessir strákar eru að standa sig svona vel."

Verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið
Á morgun er andstæðingurinn Albaníu. Það er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM og þurfum við á stigunum þremur að halda.

„Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal."

„Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner