Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. september 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Southgate hrósar sóknarlínunni í hástert - Í heimsklassa
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, telur að sóknarlína liðsins jafnist á við hvaða sóknarlínu sem er í heiminum.

Harry Kane skoraði þrennu í 4-0 sigri á Búlgaríu um helgina en með honum í sóknarlínunni eru Raheem Sterling og Marcus Rashford.

„Þeir eru jafn spennandi og hvaða sóknarlína sem er. Ég man að ég fór til Spánar hugsaði að það væri erfiður leikur en síðan horfði ég á fremstu þrjá hjá okkur og fremstu þrjá hjá þeim og þá taldi ég að við værum sterkir," sagði Southgate.

„Við erum með (Jadon) Sancho og (Callum) Hudson-Odoi sem eru að ýta virkilega á sæti í liðinu og það er spennandi."

„Þú þarft leikmenn innan vallar sem geta haft áhrif í leikjum en þú þarft líka að hafa leikmenn sem geta komið inn á og gert hluti. Ég tel að við séum í góðri stöðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner