PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mán 09. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Erfitt verkefni í Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það eru leikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í kvöld þar sem íslenska karlalandsliðið á erfitt verkefni fyrir höndum í Tyrklandi.

Liðin mætast í annarri umferð í B-deildinni en Strákarnir okkar byrjuðu á sigri gegn Svartfjallalandi í fyrstu umferð.

Íslandi hefur gengið vel gegn Tyrklandi í sögunni en tyrkneska landsliðið er afar gæðamikið í ár, þar sem leikmenn á borð við Arda Güler, Kenan Yildiz, Hakan Calhanoglu og Zeki Celik, sem leika fyrir Real Madrid, Juventus, Inter og AS Roma, eru í hópnum fyrir leik kvöldsins.

Tyrkir mæta inn í heimaleikinn gegn Íslandi með eitt stig eftir að hafa verið heppnir að sleppa frá Wales með markalaust jafntefli í fyrstu umferð. Walesverjar spiluðu glimrandi skemmtilegan sóknarbolta í fyrsta leik Craig Bellamy við stjórnvölinn en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæri.

Það er því ómissandi landsleikur á dagskrá í Tyrklandi í kvöld þar sem Ísland getur komið sér í góða stöðu á toppi riðilsins með sigri.

Svartfjallaland og Wales eigast við á sama tíma í Svartfjallalandi.

Landslið karla - Þjóðadeild
18:45 Tyrkland-Ísland (Gürsel Aksel Stadium)
18:45 Svartfjallaland-Wales (Gradski Stadion Podgorica)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner