Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 09. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi: Reyndi að gera allt sem ég gat
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa dregið sig úr hópnum gegn Albaníu og Moldóvu í síðasta mánuði. Sverrir ákvað að draga sig út úr hópnum þá til að æfa með PAOK og reyna að ná byrjunarliðssæti hjá gríska félaginu. Það skilaði þó ekki árangri.

„Ég reyndi að gera allt sem ég gat til að festa eitthvað inn í haus þjálfara klúbbsins en það hefur ekki skilað sér ennþá. Það er svekkjandi en það er eins og það er. Ég þarf að takast á við það," sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Sverrir kom til PAOK frá Rostov í Rússlandi í janúar en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þar ennþá.

„Ég átti gott samtal við landsliðsþjálfarana og þeir voru sammála mér að reyna að gera allt. Ef ég er að spila í félagsliði þá getur það hjálpað landsliðinu ennþá meira og það er það sem ég vil gera," sagði Sverrir.

Sverrir fær líklega langþráð tækifæri í byrjunarliði PAOK eftir landsleikjahléið þar sem varnarmaðurinn Fernando Varela verður frá næstu 4-6 vikurnar.

„Vonandi opnast einhver gluggi til að fá einhver tækifæri. Vonandi fæ ég þau og get brotist af alvöru inn í liðið. Það væri ánægjulegt," sagði Sverrir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner