Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 09. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi: Reyndi að gera allt sem ég gat
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að hafa dregið sig úr hópnum gegn Albaníu og Moldóvu í síðasta mánuði. Sverrir ákvað að draga sig út úr hópnum þá til að æfa með PAOK og reyna að ná byrjunarliðssæti hjá gríska félaginu. Það skilaði þó ekki árangri.

„Ég reyndi að gera allt sem ég gat til að festa eitthvað inn í haus þjálfara klúbbsins en það hefur ekki skilað sér ennþá. Það er svekkjandi en það er eins og það er. Ég þarf að takast á við það," sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Sverrir kom til PAOK frá Rostov í Rússlandi í janúar en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þar ennþá.

„Ég átti gott samtal við landsliðsþjálfarana og þeir voru sammála mér að reyna að gera allt. Ef ég er að spila í félagsliði þá getur það hjálpað landsliðinu ennþá meira og það er það sem ég vil gera," sagði Sverrir.

Sverrir fær líklega langþráð tækifæri í byrjunarliði PAOK eftir landsleikjahléið þar sem varnarmaðurinn Fernando Varela verður frá næstu 4-6 vikurnar.

„Vonandi opnast einhver gluggi til að fá einhver tækifæri. Vonandi fæ ég þau og get brotist af alvöru inn í liðið. Það væri ánægjulegt," sagði Sverrir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner