Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. október 2021 23:30
Victor Pálsson
Shaw: Heppnin ekki með Sancho
Mynd: EPA
Jadon Sancho er ekki í erfiðleikum hjá Manchester United að sögn bakvarðarins Luke Shaw sem leikur með landa sínum hjá félaginu.

Sancho gekk í raðir Man Utd frá Borussia Dortmund í sumar og kostaði enska félagið 73 milljónir punda. Hann gerði fimm ára samning.

Sancho hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á þessari leiktíð og hefur ekki skorað né lagt upp í fyrstu átta leikjunum.

Shaw hefur þó ekki misst neina trú og hefur bullandi trú á Sancho sem leggur sig mikið fram á æfingasvæðinu.

„Fyrir sumt fólk þá tekur þetta tíma. Ég myndi ekki segja að hann sé í erfiðleikum því ég sé það ekki eins og er. Hann er að leggja svo hart að sér á bakvið tjöldin,“ sagði Shaw.

„Hann æfir virkilega vel og virkar í góðu standi. Hann hefur ekki verið með þessa heppni sem þú þarft stundum fyrir fyrsta markið eða fyrstu stoðsendinguna. Ég efast ekki um að það sé á leiðinni.“

„Hann er með ótrúleg gæði, hann kemst beint á toppinn. Þetta snýst bara um að halda einbeitingunni og gera það sem hann er að gera á æfingum. Hans tími mun koma.“
Athugasemdir
banner
banner