Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 09. desember 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Aston Villa og Arsenal: Diego Carlos maður leiksins
Diego Carlos var valinn maður leiksins
Diego Carlos var valinn maður leiksins
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Diego Carlos var maður leiksins í 1-0 sigri Aston Villa á Arsenal á Villa Park í kvöld.

Varnarmaðurinn var stórkostlegur í flestum aðgerðum og bjargaði tvisvar á línu.

Hann var líka hluti af nokkrum umdeildum atvikum, meðal annars í byrjun síðari hálfleiks er Gabriel Jesus féll í grasið og svo þegar hann virtist gefa Eddie Nketiah lúmskt olnbogaskot.

Varnarlega var annars frammistaða hans flott og var hann valinn bestur af Sky Sports. Hann fær 8 eins og þeir Emiliano Martínez og John McGinn.

Aston Villa: Martinez (8), Konsa (7), Carlos (8), Torres (7), Digne (6), Bailey (6), Kamara (7), Luiz (7), McGinn (8), Tielemans (6), Watkins (7).
Varamenn: Diaby (6), Ramsey (6), Dendoncker (5), Cash (6), Moreno (6).

Arsenal: Raya (6), White (6), Saliba (7), Gabriel (6), Zinchenko (7), Odegaard (6), Rice (7), Havertz (6), Saka (7), Jesus (6), Martinelli (6).
Varamenn: Trossard (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner