Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
   lau 09. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góður leikur af okkar hálfu og við erum í góðum takti ennþá á tímabilinu sem byrjaði fyrir rúmlega ári síðan. Við höfum það klárlega fram yfir hin liðin sem eru nýbyrjuð eftir langt frí og kannski fáir æfingar að vera í leikformi og fínu standi. Eins og í hinum leikjunum þá var þetta góð frammistaða sem skilaði sigri,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann Bose-mótið í þriðja sinn eftir 3-1 sigurinn á Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika í nokkuð þægilegum sigri á erkifjendum sínum.

Tímabilið hefur verið langt og strangt. Það segir ýmislegt þegar að liðið spilar tvö Bose-mót á einu tímabili, svo langt hefur það verið hjá Kópavogsliðinu. Er það ekkert farið að taka sinn toll?

„Nei, ég verð að gefa mönnum mikið hrós hvernig þeir hafa verið eftir að Íslandsmótinu lauk. Þeir hafa verið mjög fókuseraðir á verkefnið, góður andi á æfingum og menn hungraðir að ná góðri frammistöðu og úrslitum í Evrópuleikjunum. Þessir Bose-leikir hafa gert mikið fyrir menn að hafa þá inn í æfingavikunni. Við erum minna að pæla í andstæðingnum í Bose-leikjunum og meira í andstæðingnum í næsta leik í Evrópu og erum að nýta hvern leik til að undirbúa næsta leik í Evrópu og það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta.“

Síðasti leikur tímabilsins hjá Blikum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mætir það úkraínska liðinu Zorya í Póllandi.

„Við förum út á mánudaginn og þaðan til Köben og svo til Póllands þar sem við spilum við Zorya. Við erum staðráðnir í að eiga góða frammistöðu þar og reyna að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner