Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 09. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góður leikur af okkar hálfu og við erum í góðum takti ennþá á tímabilinu sem byrjaði fyrir rúmlega ári síðan. Við höfum það klárlega fram yfir hin liðin sem eru nýbyrjuð eftir langt frí og kannski fáir æfingar að vera í leikformi og fínu standi. Eins og í hinum leikjunum þá var þetta góð frammistaða sem skilaði sigri,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann Bose-mótið í þriðja sinn eftir 3-1 sigurinn á Víkingi í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Alexander Helgi Sigurðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika í nokkuð þægilegum sigri á erkifjendum sínum.

Tímabilið hefur verið langt og strangt. Það segir ýmislegt þegar að liðið spilar tvö Bose-mót á einu tímabili, svo langt hefur það verið hjá Kópavogsliðinu. Er það ekkert farið að taka sinn toll?

„Nei, ég verð að gefa mönnum mikið hrós hvernig þeir hafa verið eftir að Íslandsmótinu lauk. Þeir hafa verið mjög fókuseraðir á verkefnið, góður andi á æfingum og menn hungraðir að ná góðri frammistöðu og úrslitum í Evrópuleikjunum. Þessir Bose-leikir hafa gert mikið fyrir menn að hafa þá inn í æfingavikunni. Við erum minna að pæla í andstæðingnum í Bose-leikjunum og meira í andstæðingnum í næsta leik í Evrópu og erum að nýta hvern leik til að undirbúa næsta leik í Evrópu og það hefur hjálpað okkur í gegnum þetta.“

Síðasti leikur tímabilsins hjá Blikum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mætir það úkraínska liðinu Zorya í Póllandi.

„Við förum út á mánudaginn og þaðan til Köben og svo til Póllands þar sem við spilum við Zorya. Við erum staðráðnir í að eiga góða frammistöðu þar og reyna að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner