fös 10. janúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool getur sett rosalegt met - Klopp hugsar ekki um það
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Ef Liverpool vinnur Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun þá mun liðið setja met í stærstu deildum Evrópu. Liverpool verður þá með 61 stig eftir 21 leik og það er met í fimm stærstu deildum Evrópu.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hugsa neitt um metið.

„Ég hef ekki hugsað um þetta í eina sekúndu og ætla ekki að byrja á því núna. Það eina sem ég get sagt er að ef við myndum vera að hugsa um einhver met þá værum við ekki búnir að vinna alla þessa leiki," sagði Klopp.

„Í íþróttum þarftu að spyrja lið sem hafa gert þetta áður, þau settu aldrei met af því að þau vildu setja met. Það gerðist af því að þau voru einbeitt í hverju skrefi og það er það sem við þurfum að gera."

„Vandamál mitt í augnablikinu er Tottenham, hvernig þeir spila, hvernig þeir halda að við spilum og allt það. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af. Ekkert annað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner