Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 10. janúar 2020 13:03
Elvar Geir Magnússon
Minamino fékk pláss Firmino í klefanum
Takumi Minamino, nýr leikmaður Liverpool, hefur fengið plássið í búningsklefanum sem Roberto Firmino hefur átt.

Firmino var tilbúinn að færa sig um set í klefanum til að Minamino myndi finna sig sem best í nýju félagi.

Japanski landsliðsmaðurinn, sem er 24 ára, var keyptur frá Salzburg og spilaði gegn Everton í FA-bikarnum.

Hann fær sæti í klefanum milli Naby Keita og Sadio Mane, sem báðir eru fyrrum leikmenn Salzburg. Þeir tala allir sama tungumálið og eru með svipaða reynslu á bakinu.

Þetta er gert svo Minamino verði sem fljótastur að aðlagast nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner