Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. febrúar 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Schmeichel vill fá nýjan stjóra til Leicester
Mynd: FIFA
Kasper Schmeichel hefur varið mark Leicester City undanfarin átta ár en nú er framtíð hans hjá félaginu í mikilli óvissu.

Mikil óánægja ríkir með störf Claude Puel við stjórnvölinn og virðist Kasper vera einn þeirra sem vill sjá nýjan stjóra koma inn, ef marka má orð föðurs hans.

„Það eru ekki sérlega mörg félög sem þú vilt fara til sem markvörður í dag. Þú vilt fara til félags þar sem þú veist að þú munt fá spilatíma en öll bestu félögin á Englandi eru nú þegar með markverði í heimsklassa," sagði Peter Schmeichel á beIN Sports þar sem hann starfar sem knattspyrnusérfræðingur.

„Þá hugsaru, hvað verður næsta stóra félag? Fólk talar um Everton en þeir eru í 13. sæti í deildinni. Þú getur farið til Evrópu en ég held að hann vilji ekki gera það, hann elskar enska boltann of mikið til þess. Auðvitað vill hann prófa að spila fyrir stærra félag, hann vill nýja áskorun.

„Að því sögðu þá áttar hann sig á því að Leicester City er frábært knattspyrnufélag sem gæti gert virkilega góða hluti þegar allt er komið í lag innan félagsins. Það eru mjög góðir leikmenn í liðinu en þeir eru ekki með stjórann sem nær því besta úr þeim."


Leicester heimsótti Tottenham í enska boltanum í dag og tapaði 3-1.



Athugasemdir
banner
banner