Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 10. febrúar 2020 15:23
Elvar Geir Magnússon
Sterling á réttri leið og verður klár fyrir Real Madrid
Raheem Sterling ætti að vera klár fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Real Madrid þann 26. febrúar.

Sterling er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst aftan í læri og er bjartsýnn á að geta spilað gegn Madrídarliðinu.

Sterling meiddist gegn Tottenham fyrir átta dögum en meiðslin voru ekki alvarleg.

Sterling er í vetrarfríi með fjölskyldunni.

Manchester City leggur höfuðáherslu á að vinna Meistaradeildina en það verður hægara sagt en gert að skáka Real Madrid.
Athugasemdir